Ja hérna hér, hér hef ég ekki litið við í heila þrjá mánuði. Kannski sýnir þetta hversu lítill bloggari ég er eða kannski bara hve mikið er að gera, að maður gefi sér ekki tíma til að skrifa neitt. Ég hef þó síður en svo setið auðum höndum heldur prjóna eða hekla eins og enginn sé morgundagurinn. Þrátt fyrir verkfall tónlistarkennara, hefur verið mikið að gera hjá dótturinni, bæði í Sönglist og einnig í Stúlknakór Grafarvogskirkju sem er hluti af Stúlknakór Reykjavíkur. Mikið um æfingar og þegar upp er staðið, gerir þetta henni bara gott í tónlistaruppeldi. Og á meðan hún æfir með kórnum, situr móðirin með prjónana og hespar af fleiri flíkum. Kvöldin eru einnig notadrjúg yfir sjónvarpinu enda er ég búin að komast upp á einstaklega gott lag með að prjóna og hlusta um leið, og jafnvel að hafa opna fartölvuna á meðan og fylgjast með á facebook.
Fyrir stuttu bað dóttirin um neonlita vettlinga fyrir veturinn og auðvitað var ekki hægt að neita henni um það. Að sjálfsögðu var ekki prjónað bara eitt par heldur fleiri sem hafa ratað í afmælisgjafir og einnig í sölu, auk vagnsokka á litla fætur. Það segir sig sjálft að svona neom-vettlingar eru sko flottir:
Frá síðustu færslu hefur fjölskyldan skroppið í sumarbústað og í helgarferð til Billund í Danmörku. Að sjálfsögðu er tíminn nýttur vel í bústað enda hvergi betra að slaka á með prjónana, jú og í Danmörku var líka tekið í prjónana.
Í dag er litla frænka eiginmannsins eins árs en hún var fyrsta barnið í þeirri barnasprengju sem helltist yfir okkur. Flest þessara barna hafa fengið heilgalla frá frænku í Foldinni og þó þeir séu orðnir nokkrir gallarnir er enginn eins og allir fremur ólíkir.
Þessi færsla hér að ofan, er frá í nóvember ´14 - einhverra hluta vegna hefur hún ekki farið inn fyrr en nú. Kannski verður einhver breyting á og ég kraftmeiri að setja inn færslur og fréttir, hver veit ???
SvaraEyða