Stundum hef ég velt því fyrir mér að setja upp bloggsíðu, eiginlega bara fyrir mig sjálfa til að halda utan um handavinnuna mína. Kannski er þetta algjör vitleysa og eitthvað sem ég gefst fljótlega upp á en ég ætla samt að láta á það reyna. Prjónar, hekl, útsaumur, vélsaumur, bútasaumur ... allt er þetta eitthvað sem hefur farið um fingurna á mér og ef satt skal segja, í ótrúlegu magni. Skápar og skúffur, körfur, kassar og aðrar hirslur eru yfirfullar af góssi sem bíður eftir að unnið sé úr hlýjir, góðir, mjúkir eða fallegir munir sem vonandi gleðja einhvern. Hér ætla ég því líka að smella inn myndum, fróðleik og ef til vill einhverju fleira líka ... og þá er bara að byrja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli