Í vetur bauðst íslendingum að taka þátt í verkefninu Imago Mundi en það er myndasöfnum Lucianos Benetton af ólíkum myndum ólíkra listamanna. Viðfangsefni var blindrammi 10x12 cm að stærð og voru hendur frjálsar um listsköpun. Slagorð Benetton, United Colours of Benetton, sýnir því í raun fjölbreytileikann í þessari listsköpun. Ég ákvað að vinna út frá náttúrunni og nota íslensku ullina, hugmyndin að Týnda sauðnum fékk ég þegar ég hugsaði til þess illviðris sem geisaði á norðurlandi árið 2012 og margt sauðfé grófst í snjó. Bændur leituðu kindanna vikum saman, sumar fundust dauðar en ótrúlega margar lifðu af langan tíma grafnar í fönn.
Týndi sauðurinn er ein af yfir 140 myndum sem íslenskir listamenn, þekktir og óþekktir unnu og verða sýnd á sýningu á Ítalíu nú í júlí. Hér að ofan má sjá mynd af sýningarskránni og þeirri opnu sem myndin mín fékk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli